101 Reykjavík Fasteignasala setti sér persónuverndarstefnu sem byggð er á gildandi lögum sem krefjast þess m.a. að fasteignasalan (einnig nefndur ábyrgðarðaðili) útskýri fyrir hinum skráða einstaklingi með ítarlegum hætti hvaðan persónuupplýsingum er safnað, m.a. frá hinum skráða eða frá þriðja aðila. Fasteignasalan mun koma slíkum útskýringum til skila með viðeigandi hætti, á aðgengilegu formi og á skýru og einföldu máli svo hinn skráði einstaklingur geti auðveldlega skilið þær.
101 Reykjavík Fasteignasala vinnur með persónugreinanleg gögn um einstaklinga og vistar í kerfum sínum. Þessi gögn eru m.a. nöfn þeirra skráðu, kennitölur þeirra, heimilisföng þeirra, símanúmer, netföng, fjárræði, sjálfræði, hjúskaparstaða, umboð, ýmis konar fjárhagsupplýsingar þ.m.t. greiðslustaða hjá opinberum aðilum og innheimtuaðilum, lánastöður, gjaldstöður á fasteignagjöldum, vatns- og fráveitugjöldum, brunatryggingum, hússjóði, fasteignamatsvottorð, veðbandayfirlit og upplýsingar úr Creditinfo. Enn fremur myndir af sölueignum sem settar eru á netið í auglýsingaskyni. Þessar upplýsingar koma ýmist frá hinum skráða sjálfum eða er aflað af fasteignasölunni á grundvelli sérstaks söluumboðs og/eða þjónustusamnings sem gerður er við hinn skráða.
101 Reykjavík Fasteignasala sér til þess að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og leggur ríka áherslu á að tryggja með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika, örugga og ábyrga meðferð upplýsinga. Um er að ræða persónugreinanleg gögn er varðar kaupendur/seljendur og leigutaka/leigusala fasteigna sem 101 Reykjavík Fasteignasala er með til sölu og eða leigu.
101 Reykjavík Fasteignasala geymir og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru starfseminnar vegna og heimilt er að vinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila og upplýstu samþykki einstaklinga.
Upplýst samþykki:
Upplýst og ótvíræð viljayfirlýsing hins skráða, gefin án þvingunar, um að hann samþykki með ótvíræðri staðfestingu vinnslu persónuupplýsinga um sig og að hann hafi lesið og skilið persónuverndarstefnu 101 Reykjavík Fasteignasölu. Samþykki þetta er sett inn í sölumboð sem seljandi/seljendur veitir/veita 101 Reykjavík fasteignasölu og þjónustusamninga sem 101 Reykjavík Fasteignasala gerir við kaupanda/kaupendur.
101 Reykjavík Fasteignasala ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um viðskiptamenn sína á óábyrgan, óöruggan eða ólöglegan hátt. Persónuverndarstefna 101 Reykjavík Fasteignasölu fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnu 101 Reykjavík Fasteignasölu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt. 101 Reykjavík Fasteignasala hefur skipulagt vörslu og vinnslu allra gagna á þann veg að þau séu varin með tryggum hætti. Einungis þeir sem hafa til þess skilgreindar heimildir fá aðgang að viðeigandi gögnum. Óviðkomandi geta ekki skoðað gögnin.
101 Reykjavík Fasteignasala afritar gögnin og tryggir þannig að mikilvæg gögn séu ætíð til staðar og glatist aldrei.
101 Reykjavík Fasteignasala hefur gert verkferla til að eyða öllum persónuupplýsingum sem ekki er lengur þörf á í samræmi við viðeigandi lög.
101 Reykjavík Fasteignasala varðveitir upplýsingar um viðskiptavini og forsvarsmenn eða umboðsmenn viðskiptavina sem unnar eru vegna fasteignaviðskipta í fjögur ár frá lokum viðskipta. Sé um að ræða upplýsingar sem falla undir bókhaldslög eru þær varðveittar í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Ef einstaka mál æxlast þannig að nauðsynlegt verði að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur lengist varðveislutíminn í 14 ár sem miðast við reglur um fyrningarfrest krafna sem getur almennt lengstur orðið 14 ár.
101 Reykjavík Fasteignasala sér um að hinum skráða einstaklingi sé tilkynnt um hversu lengi upplýsingar eru geymdar og hvernig lengd þess tíma er ákveðin.
101 Reykjavík Fasteignasala leitast við að tryggja réttleika gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar.
101 Reykjavík Fasteignasala veitir einstaklingum sem eftir því óska, aðgang að upplýsingum um þau persónugögn sem fasteignasalan vistar og/eða vinnur með um einstaklinginn, uppfylli sú ósk lagaákvæði persónuverndarlaga.
101 Reykjavík Fasteignasala hefur komið upp verkferlum um hvernig bregðast skuli við mögulegum öryggisbrotum við vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við gildandi lög.
101 Reykjavík Fasteignasala tekur við ábendingum og fyrirspurnum um persónuvernd og persónuverndarstefnu á netfangið: personuverndarfulltrui@101.is
101 Reykjavík Fasteignasala mun uppfæra og breyta persónuverndarstefnu sinni eftir þörfum.
101 Reykjavík Fasteignasala setti sér persónuverndarstefnu þann 20. maí 2018.